Tuesday, July 1, 2014

Dagar 41, 42, 43, 44 & 45 - 2.0 x 5

Jæja, verð að viðurkenna að ég sé ekki tilganginn með að búa til sérfærslur þegar ég endurvinn varaliti. Það er hreinlega ekki nógu mikið efni í bitastæða færslu, þar sem ég er búin að segja það helsta sem liggur mér á hjarta. Því ætla ég að hópa næstu fimm dögum í eina færslu í þeirri veiku von um að hún hafi eitthvað til brunns að bera og geti valdið einhverjum einhverskonar ánægju. (hæ mamma)

Dagur 41 - Gigolo
Þessu fína laugardagskvöldi var eytt á Café Rósenberg á KK tónleikum með hjartavinkonu. Gæti vel látið það ósagt en við lækkuðum meðalaldurinn í rýminu um ca. 35 ár. Sem okkur fannst frábært. Þetta var eitt besta kvöld sumarsins. Ég var í leðurbuxum.
Gigolo fékk að prýða varir mínar með stolti því, eins og ég hef fjallað um áður, hann er fullkominn.


við tókum engar selfies en það var kanína í bjórnum mínum

Dagur 42 - Dolce Vita
Þessir þunnudagar eru nú meira ruglið. Ég er líka orðin svo gömul (why god) að ég er hætt almennilegum svefni eftir djömm - heldur er ég sívaknandi með aumingjavæl. Þá var ég einnig dregin út fyrir allar aldir í verslunarleiðangur með móður minni, því ég átti að sjá ein um óðalið næstu þrjár vikurnar og kattardýrið sem á því býr og einhverju áttum við að lifa á. Leiðin lá í Bónus þar sem keyptir voru blómkálshausar og hinir ýmsu safar fyrir fjögurþúsund krónur.
Í stuttu máli hafði mér liðið betur (ég var eins og skítur) svo mér fannst ég þurfa að dæla einhversskonar næringu í þurrar varir mínar. Vandasamt verk þegar maður hefur sett sjálfum sér varalitaáskorun. Dolce Vita er eini varaliturinn sem ég virkilega trúi að næri varir mínar svolítið svo hann varð fyrir valinu þennan þunnudaginn. Hann er líka svo enkel og þægilegur. (ég er sko dani svo ég má sletta eins og ég vil, það er fínt að sletta á dönsku)


gestavarirnar tilheyra lilsys - hún er ekki þunn bara kewl

Dagur 43 - Lady Danger
Mikið elska ég þegar fólk getur nefnt varalitinn sem ég er með að hverju sinni. Það er fólk að mínu skapi. (you know who you are)
Af einhverjum ástæðum bregst aldrei að fólk hrósi mér þegar ég er með þennan á mér og svo fylgir alltaf: Lady Danger er það ekki? Og ég svara með blikki. (ef ég svara þér með blikki máttu vita að þú hefur öðlast stig, ef ekki þá svekk) Þetta kvöld var grillkvöld með nokkrum krökkum úr vinnunni sem leiddi til djamms sem leiddi til veikindavikunnar miklu.

Dagur 44 - Goddess of the Sea
17. júní var, sem fyrr, blautur. En þetta árið var hann extra blautur. Þrjár hjartavinkonur gerðu sér ferð í miðbæinn með þrjár regnhlífar að vopni og spurðu sig svo sjálfar hví þær fóru í þessa pílagrímsferð þegar á leiðarenda var komið. Þá var farið á veitingastað og keypt sér hamborgara. Eins og ég sagði í GotS færslunni er erfitt að líða ekki fabulous með þennan varalit á sér, verð þó að viðurkenna að hann er ögn minna fabulous á borgaranum sjálfum. Það er víst ekki dömulegt að klína varalitnum sínum á matinn sinn.
Mér var búið að vera illt í maganum allan daginn, en þar sem ég er þaulreyndur djammari gerði ég bara ráð fyrir að þetta var þynnkan að segja til sín sem svo oft áður. Þá kom kvöldið og þá lá ljóst fyrir að ég hafði nælt mér í þessa ágætu magapest sem herjað hafði á landið.


hehe totally bald lady

Dagur 45 - Praire
Nú spyrja eflaust margir af hverju ég notaði Prairie aftur þar sem ég fór miður fögrum orðum um hann í færslunni um hann. Ég hef engin svör, ég var eflaust með óráði. Segi það aftur: ótrúlega sætur litur en með ömurlegri formúlu sem gerir hann nánast ónothæfann. Hann toldi samt ekki lengi á vörunum - og ekki einungis af því að hann er í heldur lélegri kantinum... (búrumbúmm... ég var með gubbupest. get it?)
-n

Dagur 40 - Cyber

Varalitur fertugasta dagsins er líklega meðal þekktustu MAC varalitanna. Hann er einn af þessum litum sem er "möst" að eiga í safninu en á sama tíma einn af þeim sem maður notar aldrei. Ég man t.d. ekki eftir að hafa notað þennan einan og sér fyrr en á þessu örlagaríka föstudagskvöldi. (dunndunndunndururunndunn... byrjunin á eastendersþemalaginu... enginn?) Cyber frá MAC.




Cyber er lýst sem svarfjólubláum lit með satin áferð, finnst hann þó aðeins harðari en aðrir litir með sömu áferð frá MAC. Hann þekur ekki sérstaklega vel og blæðir svolítið - en það má búast við því af svona dökkum litum sem eru ekki alveg mattir. Það tekur dágóðan tíma að ná honum jöfnum á varirnar og það krefst mikillar vandvirkni. Myndi einnig mæla með að nýta sér hjálp varablýants eða varabursta til að skerpa línurnar, í þetta skipti notaði ég bursta nr. 263 frá MAC en Velvetella varablýanturinn virkar líka vel.



Eins og er skil ég ekki alveg af hverju ég hef ekki notað Cyber mikið oftar, maður venst honum ótrúlega fljótt og finnst bara basic að vera með fjólusvartar varir þegar maður lítur á spegilmynd sína. (ég stari mikið á eigin spegilmynd so i would know) Það þarf bara að passa vel upp á hvernig restin af förðuninni er. Elskulegur faðir minn benti á að nú liti ég út eins og ég væri "goth" en systir mín á ljúfum táningsaldri kom mér fljótt til varnar og benti á að ég þyrfti að vera dökkt máluð um augun til þess að ég flokkaðist sem "gothari". Ég notaði Vex augnskugga með svolítri skyggingu við augnbeinið með Wedge, báðir frá MAC. (SVO ÉG ER EKKI FOKKING GOTH OKEI PABBI?)
Hér myndi svo fylgja með mynd en ég skemmti mér bara svo vel með vinkonum mínum þetta kvöldið að ég steingleymdi að taka selfies þetta kvöldið. (svekk)

Við skulum samt hafa á hreinu að sumarið er ekki árstíðin fyrir Cyber, (það mætti þó halda það samkvæmt þessu veðurfari amirite?) en ég mun klárlega kíkja aftur á hann í vetur.
-n

Monday, June 30, 2014

Dagar 38 & 39 - 2.0 x 2

Nú veit ég vel upp á mig sökina, hugurinn hefur verið annars staðar og ég hef ekki fundið fyrir neinni löngun til að blogga síðustu vikur. Júní hefur almennt verið frekar erfiður þegar kemur að andlegu hliðinni. En nú er nýr mánuður að ganga í garð sem verður vonandi ögn miskunnsamari á sálina.
Ég vona að þeir sem lesa bloggið reglulega og hafa beðið (eftirtekta hehe) eftir nýrri færslu geta fyrirgefið mér og þeir trúi því að þó ég hafi ekki bloggað á hverjum degi hef ég staðið við áskorunina. (lipstick erryday b!tch)

Dagur 38 - Coquette
Ég bjó enn á Ítalíu þegar Coquette prýddi varir mínar síðast (sælla minninga, sérstaklega í þessu glataða veðri) og hef litlu við að bæta við þá færslu. Þetta er rosalega góður byrjendavaralitur - skyldi mann langa að prófa sig áfram í Chanel vörumerkinu. Lyktin er fersk og áferðin mjúk og góð. Mæli einkum með honum fyrir hversdagslúkk, persónulega nota ég ekki mikið svona látlausa bleika á djamminu eða fínt. (þannig þú ættir ekki að gera það heldur!)

Dagur 39 - Chatterbox
Tveir basic, heldur látlausir bleikir varalitir í röð en þeir eru báðir bara svo þægilegir að ég ætla ekkert að skammast mín fyrir það. Þar sem ég fjallaði heldur ítarlega um C síðast, hef ég enn og aftur heldur litlu við að bæta. Litlu. En þó svolitlu. Ég er nokkuð viss um að Chatterbox sæki nafnið sitt í kvikmynd undir sama nafni frá árinu 1977 sem fjallar um konu sem kemst að því að píkan hennar getur talað. Núna hugsa ég bara um píkur þegar ég hugsa (og skrifa) um Chatterbox. Hvaða sögur ætli píkurnar hafi að segja?
-n

lífið

Saturday, June 14, 2014

Dagur 37 - Viva Glam Cyndi

MAC er með rosalega sniðuga herferð sem nefnist Viva Glam, en það eru fengnar stjörnur á hverju ári til að setja nafn sitt á varalit og gloss (geri ráð fyrir að þær fái eitthvað um litina að segja, ég ætla allavega að heimta það þegar ég er beðin um að vera talskona viva glam) og rennur allur ágóði til samtaka sem berjast gegn alnæmi. Þetta er ótrúlega fallegt framtak og hefur gengið ótrúlega vel hjá þeim, margar milljónir dollara safnast á ári hverju.
Ég á tvær VG vörur og er önnur Viva Glam Cyndi glossið sem ég var með í dag.




Cyndi Lauper var talskona VG árið 2010 (minnir mig, heilinn minn er að bregðast mér þessa dagana) ásamt Lady Gaga. Þetta var einmitt á þeim tíma sem ég gerði ekki annað en að fylgjast með "bjútígúrum"og það var sér í lagi ein sem lofsöng í sífellu VG Cyndi varalitinn, að hann væri hinn fullkomni látlausi rauður. Það þarf ekki mikið til að kveikja í varalitablæti mínu (sem var þá á algeru byrjunarstigi) en einhvern veginn tókst mér að standast freistinguna nærri því út árið. Ég missti af varalitnum sjálfum en ég var sannfærð um að festa, engu að síður, kaup á glossinu því það væri alveg jafn flott. (no regrets a la robbie)




VG Cyndi er kóralbleikur litur með agnarsmáum bleikum shimmerögnum. Eins og sést á efri myndinni þekur hann vel (furðuvel þar sem þetta er gloss) en persónulega finnst mér betra að setja svolítið af honum á miðjar varirnar og dreifa svo úr honum með fingri. Þá verður hann minna glossaðri (voru allir búnir að ná að ég fíla ekki sérstaklega glossað lúkk?) og í senn látlausari. Annar kostur vinn VG Cyndi er að hann endist furðulengi á vörunum miðað við að vera gloss og sérstaklega ef borið er lítið af honum á varirnar. Hann er allavega go-to "varaliturinn" minn á fyrsta stefnumóti og í starfsviðtölum. (semsagt fullkominn fyrir þær stundir sem þú átt að koma vel fyrir og átt ekki að sýna þína réttu hlið sem óhóflegur djammari sem elskar áberandi varaliti)
-n

Dagur 36 - Orange

Þegar móðir mín sá varalit dagsins var henni heldur betur brugðið og spurði af hverju ég væri nú að nota þennan lit. Rauður færi mér miklu betur. En hún veit ekki neitt og ég er búin að ná tökum á svolitlu tani svo ég ber Orange frá Kiko með stolti. (og fierceness)




Orange (rosalega hnyttið og skemmtilegt nafn...) er hluti af Unlimited Stylo línu Kiko. (stylo er sko varalitur á ítölsku) US er lýst sem endingargóðum, "transfer resistant" og eiga að endast allt að 8 tíma. Orange er appelsínugulur, mattur litur og þá meina ég mattur. Ég var búin að minnast á RiRi Woo sem allra þurrasta litnum en nú hefur O hlotið þann titil.
Hann er afar mjúkur þegar maður ber hann á sig og þornar á um það bil fimm mínútum. Hann er ekki ósvipaður Morange frá MAC, en M er með amplified áferð svo honum fylgir meiri glans.



Mér finnst best að dúppa Orange á varirnar svo það komi ekki allt of mikið af litnum á varirnar, en þá safnast hann upp og byrjaði að "cake-a". En það er alltaf gott að vera meðvitaður að hrúga ekki á sig þykkum förðunarvörum, eins og t.d. hyljurum og möttum varalitum, því þá ertu í raun að vinna á móti tilgangi vörunnar þegar allt er út í klessum á fallega andlitinu þínu. (ég geng út frá því að allir sem skoða þetta blogg eru fallegir því ég legg ekki vana minn að umgangast ljótt fólk)
Orange stendur undir væntingum, ekki oft þar sem svona ótrúlega ódýrar snyrtivörur gera það. (meira um það í næstu orangefærslu cuz i love it and will wear it again) Ef hann er of þurr er hægt að skella svolitlu vaselíni eftir að maður er búinn að bera O á varirnar. En með því styttir maður endingartíminn um svona 7 og hálfan tíma.
-n

Friday, June 13, 2014

Dagur 35 - Hue

Þynnka gærdagsins ákvað að marinerast svo þessum degi var einnig eytt uppi í rúmi í svefnmóki en svo fékk ég beiðni frá hjartavinkonu um að kíkja út og ég ákvað að slá til áður en ég kafnaði. (útaf koltvísýringnum í herberginu af því að glugginn var lokaður. get it??) Þá vantaði mig varalit og Hue frá MAC varð að lit dagsins.



Hue er nude extraordinaire, hann er líklega vinsælasti nude varaliturinn hjá MAC. Áferðin á honum er glaze og sleppur við allt shimmer en hann býr yfir miklum glansi. Það er örlítið bleikt í honum en alls ekki mikið, myndi setja hann mitt á milli Myth og Creme Cup.
Glaze varalitirnir hylja öllu jafna ekki mikið og þar sem þeir eru með mjög mikinn glans endast þeir vanalega ekki lengi. Því er gott að para þá við varablýant, minn go-to varablýantur er Sublime Culture.




Á sínum tíma notaði ég Hue óspart en svo kynntist ég Creme Cup, sem ég minntist á ofar, og þá féll H í gleymskunnar dá. Ég er samt ótrúlega hrifin af þessum lit og hann telst mun meira til nude flokksins heldur en CC, sem er mun bleikari.




Hue er samt því miður ekki hinn fullkomni varalitur, það er í rauninni nauðsynlegt að para hann við varablýant svo hann endist lengur en í tuttugu mínútur, og hann á til að festast í þurrki á vörunum. (passa líka drykkju á meðan hann er í notkun, fer á notime)
-n

Dagur 34 - Soft Cherry

Ég verð að játa eitt, ég sleppti því næstum að bera á mig varalit í dag sökum þynnku. Ó, eymdin sem henni fylgir. Öllum deginum og öllu kvöldinu var eytt inni fyrir með dregið fyrir svo það var kjörið að halda áfram tilraunastarfseminni á pallettunni góðu. Í dag varð Soft Cherry frá Graftobian fyrir valinu.




Soft Cherry er blátóna bleikur sem minnir á Impassioned í lit og áferð en er þó ekki eins skærbleikur og þekur minna. (veit að hann virðist vera mjög gultóna á myndunum en fokkit) Glansinn í SC er mikill en hann er þó alveg laus við shimmer - sem er plús fyrir mitt leyti. Hann endist ágætlega á vörunum en það krefst svolítillar einbeitingar að koma honum á þær. Það er einmitt vandinn við varalitapallettur, það er mun erfiðara að ná litnum alveg á varirnar svo hann þeki eins og hann ætti að gera. En hann má eiga það að hann er mjúkur og maður finnur ekki mikið fyrir honum, svipað og að vera með varasalva. (ekki misskilja samt, þessi er ekkert að næra varirnar)




Það sést ágætlega á myndinni hvað ég á við, þar sem ég þurfti að bera hann á með varabursta geta línurnar orðið ljótar ef ekki er vandað sig. Ég verð að viðurkenna að ég gerði það ekki í dag af því að mér var eiginlega alveg sama þar sem ég var ekkert á leiðinni út. Ég sofnaði nokkrum sinnum með þennan á mér og hann prýðir nú uppáhalds sængurfötin mín.
Soft Cherry er rosalega fínn litur, sem kom mér svolítið á óvart miðað við fyrri reynslu mína af Graftobian pallettunni. En það er bara rosalegur ókostur að hann er í pallettu. Ég mun þó hiklaust nota hann við eitthvað verkefni í framtíðinni. (minnir mig á: ráðið mig sem förðunarfræðing af því mig vantar ótrúlega mikið pening og ég er góð í að farða)
-n